„
Ég hef farið í bike fit bæði á Íslandi og erlendis hjá mönnum sem kenna fagið, og Siggi er mitt uppáhald. Hann hjálpaði mér að finna skekkju í fótastöðunni á hjólinu, og gaf mér góð ráð til að auka þægindin og úthald í nú þegar framsækinni stöðu á hjólinu.
Siggi er bestur þegar hann fær að njóta sín í sínu umhverfi, og hikar ekki við að koma með ábendingar, spurningar og pælingar um allt sem tengist því hvernig maður tengist hjólinu. Það sem ég held mest upp á við Sigga er að hann er alltaf að mennta sig og læra, hann kann að hlusta á aðra og sjá önnur sjónarhorn, sem gerir hann enn betri í því sem hann gerir.
Ég get ekki mælt nógu mikið með honum Sigga, fyrir hjólreiðamenn og konur á öllum stigum í sportinu.
— Ingvar ÓmarssonAtvinnumaður í hjólreiðum, margfaldur Íslandsmeistari og hjólreiðamaður ársins