„
Það að vera í réttri stöðu á hjóli er einn mikilvægasti þátturinn í því að bæða halda sér meiðslalausum ásamt því að hreinlega líða vel í hnakknum. Ef maður hugsar um það, þá skiptir hver millimeter máli og það að vera í vitlausri stöðu og gera þannig hreyfinguna á hjólinu vitlaust getur gert það að verkum þú setur skakkt álag á t.d. hnéð allt að 5400 sinnum á klukkutíma. Það er ansi mikið. Eiginlega of mikið.
Ég hef ávallt verið frekar stirður maður og var oft á tíðum að reyna að koma mér í stöður á hjólinu sem ég hefði betur sleppt því að reyna við þar sem liðleikinn bauð hreinlega ekki upp á það. Eftir að ég kíkti til nafna míns Sigga í bikefit þá fórum við yfir alla þessa hluti. Bæði hversu teygjanlegur ég var, sem og hvernig hæð mín og líkamsbygging væri. Eftir allt ferlið var ég settur í stöðu á hjólinu sem mótuð var eftir mínum eigin þörfum og byggði þannig á því að ég gæti afkastað eins miklu og hægt væri en líka til að þægindin væru sem mest.
Það sem kom síðan í kjölfarið voru þrusu bætingar í afli og því hversu lengi ég gæti haldið út, en stór hluti af þeim árangri sem ég hef náð undanfarin 1-2 árin á hjólinu er til kominn vegna þess að hafa látið Sigga tékka á stöðunni hjá mér og fínpússa smáatriðin. Látið tékka á ykkar stöðu, þið eigið ekki eftir á sjá eftir því 🙏
— Sigurður Örn Ragnarsson