„
Ég fór til Sigga þegar ég byrjaði í keppnishjólreiðum og eignaðist mitt fyrsta götuhjól. Ég hafði verið í fjallahjólreiðum áður og vildi óska að ég hefði farið fyrr. Skrokkurinn var skakkur og skældur eftir alvarlegt slys og hjólaferillinn eftir því. Hann mældi mig alla upp á millimeter, liðleik- prófaði og stillti mig af miðað við axlarmeiðsl. Eftir það hef ég setið sem límd í hnakknum, ekkert fundið til mjöðmum né hnjám og axlirnar hafa ekkert nema eflst. Síðan þá hef ég farið reglulega í fínstillingar og unnið efri líkama niður í hágæða aero stöðu og bætt pedalafærni til hámarka aflið.
Að mínu mati er algjört glapræði að setja fullt af pening í græjur og góð hjól en spá ekkert í líkamsstöðu og hvort maður passar yfir höfuð á hjólið. Hvort sem maður er áhugahjólari eða afrekshjólari þá er bara virkilega mikilvægt að sitja rétt á hjólinu. Þannig er svo auðveldlega hægt að koma í veg fyrir meiðsl, ná hámarksnýtingu frá öllum líkamanum beint niður í pedalana og fólk verður bara almennt öruggara á hjólinu
Siggi býr yfir mikilli þekkingu, nákvæmur og er virkilega annt um að ná því besta út úr hverjum hjólara. Hann er sífellt að bæta við sig þekkingu og býr yfir nýjustu tækni til að besta þig. Einnig er hann iðinn við að halda manni við efnið með því að minna mann á að „opna mjaðmir“, „setja niður hæla“ og „TEYGJA“.
Mæli hiklaust með heimsókn til Sigga Bikefit
— Elín BjörgLandsliðskona í hjólreiðum og partý hjólari