„
Í þríþraut er lykilatriði að líða vel keppnisstöðu hjólinu sérstaklega í lengri keppnum sem ég keppi fyrst og fremst í. Öll óþægindi geta truflað einbeitingu og komið niður á hjóla- og ekki síður hlaupagetunni þegar að hjólalegg líkur.
Á sama tíma skiptir afl og bestun á loftmótstöðu öllu til að komast hratt.
Ég er ekki sá liðugasti í bransanum og eftir að hafa farið í bike-fit og líkamsmatið hjá Sigga var hann fljótur að sjá að það þurfti að laga stöðuna hjá mér umtalsvert og kom þar að auki með tillögur að æfingum til að auka liðleikann. Í kjölfarið jókst aflið hjá mér til muna bæði í styttri og lengri keppnum.
Ég mæli 100% með Sigga fyrir alla sem koma í þríþrautaþjálfun til mín. Fyrir utan að vera einstakur fagmaður þá er Siggi líka einstaklega skemmtilegur “
— Geir Ómarsson