„
Vegna alvarlega hnémeiðsla þurfti ég að hætta að hlaupa og snúa mér að hjólreiðum. Keypti hjól og var svo heppinn að rekast í Sigurð í Kríu og fór í bikefitt. Það varð til þess að ég gat hjólað án þess að finna til í hnénu og hef gert það síðan 2016.
Fór í Vatternrundan í sumar ásamt öllu því æfingamagni sem því fylgir og gekk það mjög vel og engin eymsl eða neitt slíkt eftir túrinn og þakka ég vel upp stiltu hjóli.
Sigurður er mjög úrræðagóður og jákvæður ef eitthvað kemur upp og er tilbúinn að breyta og bæta til að auka líðan.
Mæli 100% með Bike Fit fyrir hvern sem er hvort sem þú ert áhugamannahjólari eins og ég eða í keppnisformi.
Einnig kom sér vel að eiga þessar mælinger þegar ég fór að hjóla með Breiðablik inni í vetur á IC8 Wattahjóli því þar reynir vel á skrokkinn.
— Gunnar Ingason